Okkar markmið

Gæðamál

Gæðamál eru mikilvægustu markmið fyrirtækisins og stefnir fyrirtækið á að fá staðfestingu á ISO 9001 gæðastaðlinum. Það hefur ávallt verið markmið fyrirtækisins að veita góða og trygga þjónustu og haga úrvinnslu verkefna með þeim hætti að fyrirtækið skili verkefnum sínum á réttum tíma, og að gæði verkefnanna séu samkvæmt staðalkröfum og væntingum kaupenda.

Með hæfu og faglega sinnuðu starfsfólki, góðum tækjabúnaði og vönduðum áætlanagerðum, vill fyrirtækið tryggja fagleg vinnubrögð og lágmarks verð. Ánægðir viðskiptavinir eru okkar mál.

Umhverfismál

Við tökum tillit til umhverfisins við vinnu okkar og leggjum áherslu á góðan frágang lagnakerfa og jarðrasks. Rusli, efnisafgöngum og öðrum úrgangi frá verkefnum okkar, komum við í viðeigandi eyðingu.

Hráefnisval okkar tekur mið af umhverfisvænum áhrifum auk þess sem við leggjum áherslu á góða og skynsamlega nýtingu hráefnis.

Við erum meðvituð um orkunotkun og í verkefnum okkar leggjum við áherslu á að stýra og draga úr orkunotkun og rekstrarkostnaði lagnakerfanna. Þessum markmiðum viljum við ná með gerð gæða- og umverfisáætlana á byggingarstað.

Starfsmanna- og öryggismál

Það er stefna fyrirtækisins að tryggja sem best öryggi starfsmanna á vinnustað, með því að fræða starfsfólk um öryggisþætti og notkun persónuhlífa og tryggja að notaður sé viðeigandi öryggisbúnaður og farið að öryggiskröfum á vinnustað.

Með því að framkvæma kerfisbundið eftirlit með véla- og tæknibúnaði viljum við draga úr áhættu á vinnuslysum.Þessum markmiðum viljum við ná með gerð öryggis- og heilbrigðisáætlunar fyrir byggingarvinnustaði.

Við förum að Vinnuverndarlögum og sköpum starfsfólki okkar góð vinnuskilyrði með það markmið að hafa ánægt starfsfólk og góðan starfsanda.

Trúnaðarlæknir veitir fyrirtækinu ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni og heilbrigðisstefnu fyrirtækisins m.a. með því að gera úttekt og áhættumat á vinnuumhverfi þess, með það að markmiði að draga úr vinnuslysum og bæta heilsufarslegt umhverfi starfsmanna. Ttrúnaðarlæklnir veitir ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysatilfellum, meðal annars varðandi læknisvottorð. Trúnaðarlæknir fyrirtækisins er Jakob Pétur Jóhannesson.